Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í drykkjavöru

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk við drykknum HELL ICE Coffee Coconut vegna þess að hann er vanmerktur, en varan inniheldur mjólk sem kemur ekki fram á merkingum vegna óleyfilegs tungumáls. Fyrirtækið Max Import ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna og endurmerkt.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

 

  • Vörumerki: Hell Energy
  • Vöruheiti: Hell Ice Coffee Coconut
  •  Framleiðandi: Hell Energy
  • Innflytjandi: Max Import
  • Framleiðsluland: Ungverjaland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 15.12.23
  • Geymsluskilyrði: þarf ekki að geyma í kæli
  • Dreifing: Krónan, Orkan, Extra, Sbarro, 10-11

Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni til Górillu vöruhús, Korputorg, Blikastaðavegur 2-6, 112 Reykjavík

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?