Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í pizzudeigi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Svansbakarí hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði eftirfarandi vöru þar sem ofnæmis- og óþolsvaldur er ekki merktur á umbúðum hennar:

Vörumerki: Svansbakarí.
Vöruheiti: Pizzadeig.
Framleiðandi: Svansbakarí, Rofabæ 9, Reykjavík.
Nettóþyngd: 400 g.
Geymsluskilyrði: Kælivara 
Strikanúmer: 569423011107
Dreifing: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og Þín verslun.

Ekki kemur fram í innihaldslýsingu á umbúðum Pizzadeigsins að það innihaldi sojalesitín. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Tekið skal fram að innköllunin á einungis við vöru þar sem ofnæmis- og óþolsvaldurinn er ómerktur.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir soja eða afurðum úr því. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir soja eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Heilbrigðiseftirlitð í Reykjavík í síma 411 1111.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?