Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í humri

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um vanmerktan humar. Framleiðandi hefur stöðvað sölu, innkallað og endurmerkt vöruna. Vert er að vekja athygli á því að matvæli með súlfíti eru skaðlaus þeim sem ekki hafa óþol eða ofnæmi fyrir efninu.
 

  • Vöruheiti: Hornafjarðarhumar 2 kg skelbrot, strikanúmer 5690877920027
  • Framleiðandi: Skinney-Þinganesi, Hornafirði. 
  • Nánari skýring: Samkvæmt innihaldslýsingu inniheldur varan aukefnið E 223.  Þar sem um er að ræða natríummetabísúlfít og heiti ofnæmis- og óþolsvaldsins kemur ekki fram á umbúðunum er ekki um skýra merkingu m.t.t. ofnæmis- og óþolsvalda að ræða. 
  • Dreifing: Nettó verslanir

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?