Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í sósum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
   Matvælastofnun hafa borist þær upplýsingar að Íslensk hollusta ehf. hafi, í samráði við Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar-  og Kópavogssvæðis, ákveðið að innkalla af markaði Eðalsölvasósu, Fjallagrasasósu og Kobuþarasósu þar sem sósurnar innihalda sojasósu sem aftur inniheldur hveiti.  Hveiti er ekki gefið upp í innihaldslýsingu. Búið er endurmerkja vörurnar.


Vöruheiti:
 Eðal sölvasósa (strikanúmer 5694110010506), Fjallagrasasósa (strikanúmer 569411001050), Kombuþarasósa (strikanúmer 5694110010506).  
Ábyrgðaaðili; framleiðandi:  Íslensk hollusta ehf., Hafnarfirði.
Ástæða: Varan inniheldur sojasósu, skv. innihaldslýsingu.  Sojasósa er samsett innihaldsefni sem merkja má með eigin heiti í innihaldslýsingu að því gefnu að með fylgi innihaldslýsing efnisins.  Þessa innihaldslýsingu vantar.  Sojasósan inniheldur líklega hveiti, sem er ofnæmis- og óþolsvaldur.
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands: Heilsubúðir, ferðamannaverslanir og ýmsar matvöruverslanir (sjá
heimasíðu Íslenskrar hollustu
).

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?