Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í hummus og döðluvefju

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun sölu og innköllun á Hummus og döðluvefju frá Grænum kosti þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki merktir á umbúðum vörunnar.


    
Vöruheiti:  Grænn kostur Hummus og döðluvefja.    
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Framleidd af Manni lifandi, Reykjavík, fyrir Grænan kost, Skólavörðustíg 8, 101 Reykjavík.
Auðkenni/skýringartexti:  Ekki kemur fram á umbúðum vörunnar að hún inniheldur afurð úr korni sem inniheldur glúten og afurð úr sesamfræjum en korn sem inniheldur glúten og afurðir úr því og sesamfræ og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda og skal því merkja með skýrum hætti í merkingum matvæla.  Vefjurnar eru í plastöskju.  Nettóþyngd 240 g.  Strikanúmer 26087122.
Laga- /reglugerðarákvæði:  13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.  
Áætluð dreifing innanlands:  Verslun Yggdrasils, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?