Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í glassúr
Frétt -
14.12.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um að Eðal ehf. hafi í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafið innköllun á Kötlu glassúr vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda. Í glassúrnum er eggjahvíta sem ekki er getið á merkingum á umbúðum.
Vöruheiti: Kötlu Glassúr (6 litlir). Ábyrgðaraðili; framleiðandi; innflytjandi og/eða dreifingaraðili:Eðal ehf.,Kletthálsi 3, 110 Reykavík Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur eggjahvítu Eggjahvíta er ekki gefið upp í innihaldslýsingu en er á lista yfir óþols- og ofnæmisvalda. Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum og 8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Áætluð dreifing innanlands: Allar verslanirnar um allt land |
Neytendur sem eiga vöruna og hafa ofnæmi fyrir eggjum og eggjafurðum er bent á að neyta hennar ekki og skila við fyrsta tækifæri til Kötlu ehf, eða í næstu verslun. Tekið skal fram að varan er hættulaus fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi fyrir eggjahvítu.
Ítarefni