Fara í efni

Vanmerktar smjördeigslengjur vegna tungumáls

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu um innköllun á spönskum Lazos cebra de Hojaldre smjördeigslengjum frá Duicinove pasteleria sem Costco Ísland flytur inn. Innköllunin er vegna vanmerkingar en einungis var merking á spænsku. Fyrirtækið hefur innkallað frá kaupendum og endurmerkt vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF). 

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur;

  • Vörumerki: Dulcinove Pastelería
  • Vöruheiti: Lazos Cebra de Hojaldre
  • Framleiðandi: Productos Jesus S.L. Camino Ancho,
  • Innflytjandi: Costco Ísland
  • Framleiðsluland: Spánn
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 13.3.2024 og 12.6.2024
  • Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
  • Dreifing: Costco Ísland

Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni gegn endurgreiðslu í Costco í Kauptúni.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?