Fara í efni

Vanmerkt mjólk í Quinoa snakki

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol við Quinoa Corn Puffs með jalapeno og cheddar bragði frá Eat Real. Snakkið getur innihaldið mjólk en það er ekki upptalið í innihaldslýsingu vörunnar. Innnes ehf. í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa hafið innköllun á vörunni af markaði.

Innköllunin á við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Quinoa Corn Puffs Jalapeno & Cheddar flavour
  • Framleiðandi: United Snacks Ltd. fyrir Eat Real
  • Þyngd: 113. gr.
  • Lotunúmer: Allar lotur
  • Strikamerki: 5026489489858
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Dreifing: Bónus og Hagkaup um land allt, Krambúðin, Kjörbúðin og Nettó um land allt, Melabúðin, Verslunin Einar Ólafsson ehf, Iceland Seljabraut, Vesturbergi og Engihjalla, Bláhornið, Bjarnabúð, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Frú Lauga, Hamraborg Ísafirði, Fræið Fjarðarkaup og Verslun Kassans á tímabilinu 23.11.20 – 31.5.2021.

Quinoa snakk

Neytendum sem keypt hafa vöruna geta fargað vörunni eða skilað henni til Innness ehf., Korngörðum 2, 104. Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Inness ehf. í síma 532 4000 eða með tölvupósti ts(hjá)innes.is.

Vakin er athygli á því að þeir sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir ofantöldu þurfa ekki að forðast vörurnar.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?