Fara í efni

Úttekt ESA á eftirliti með afurðum kjúklinga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar sem framkvæmd var 25. október – 1. nóvember 2022. 

Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða.

Heilbrigðisskoðun fugla fyrir og eftir aflífun var ekki næg sem gæti leitt til að óheilnæmar afurðir væru á markaði. Óskað var eftir brýnum aðgerðum af hálfu stofnunarinnar sem brást hratt við og bætti strax úr ákveðnum þáttum og jók heilbrigðisskoðun á fugli í strangasta viðmið reglugerðarinnar bæði fyrir og eftir aflífun. Endurskoðun áhættuflokkunarkerfis og vinna tengd eftirfylgni athugasemda var þegar hafin innan stofnunarinnar. Aukið eftirlit með meðferð aukaafurða er sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirliti með matvælum á komandi ári þ.m.t. aukaafurðum kjúklinga.

Niðurstöður eftirlits ESA eru settar fram í lokaskýrslu og er skýrslunni um eftirlit með kjúklingaafurðum svarað með tímasettri úrbótaáætlun Matvælastofnunar, þar sem úrbætur á öllum athugasemdum eru þegar hafnar og sumum lokið. 


Getum við bætt efni síðunnar?