Fara í efni

Úttekt á eftirliti með sýklalyfjaþolnum bakteríum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framkvæmdi úttekt í september s.l. á vöktun og söfnun upplýsinga varðandi sýklalyfjaþol baktería í dýrum og matvælum á Íslandi og hefur nú birt skýrslu um niðurstöðu hennar. Megintilgangur úttektarinnar var að sannreyna að opinbert vöktunarkerfi í tengslum við sýklalyfjaþol baktería sé framkvæmt í samræmi við löggjöf EES. Tilgangurinn var einnig að safna upplýsingum um góðar starfsvenjur er varðar vöktun á sýklalyfjaþoli. Matvælastofnun fer með yfirumsjón með málaflokknum ásamt framkvæmd í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.

Í skýrslunni kemur fram að vöktun og söfnun upplýsinga á sýklalyfjaþoli baktería séu á heildina litið framkvæmdar með reglubundnum hætti samkvæmt skráðu verklagi og að opinberar rannsóknarstofur starfi á fullnægjandi hátt. Skýrslan inniheldur nokkrar tillögur á frekari umbótum til að tryggja markvissari framkvæmd á vöktunaráætlun, þá sérstaklega vegna vöktunar á ESBL myndandi E. coli. Nokkrar góðar starfsvenjur voru tilgreindar í skýrslunni, m.a. vöktun sem er utan krafna EES.

Íslensk stjórnvöld hafa tekið athugasemdir ESA til greina og lagt fram tímasetta aðgerðaáætlun. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka skýrslunnar. Þegar hefur verið brugðist við tilteknum athugasemdum og úrbætur innleiddar.

Ítarefni 


Getum við bætt efni síðunnar?