Fara í efni

Úttekt á eftirliti með ræktun matjurta

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirlitsstofnun  EFTA birti í dag skýrslu frá úttekt á eftirliti með ræktun matjurta. Úttektin fór fram  3.- 7. mars síðastliðinn.

Í skýrslunni má sjá ábendingar um þætti sem má bæta við skipulagningu og framkvæmd eftirlits með matjurtum og áætlanir Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna um aðgerðir.

Gerðar eru athugasemdir við að Matvælastofnun hefur sinnt takmörkuðu eftirliti með ræktun matjurta. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur sinnt eftirliti með pökkun og dreifingu hjá þeim framleiðendum sem pakka matjurtum.  Matvælastofnun hefur sinnt eftirliti í frumframleiðslu ef niðurstöður mælinga á varnarefnum hafa gefið tilefni til.

Lög um matvæli nr. 93/1995 skilgreina hlutverk Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með matvælum. Samkvæmt þeim ber Matvælastofnun að fara með eftirlit með ræktun matjurta í frumframleiðslu og heilbrigðiseftirlitið með pökkun og dreifingu. Í kjölfar heimsóknarinnar og til einföldunar hefur Matvælastofnun óskað eftir því við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að lögð verði fram tillaga um að matvælalögum verði breytt í þá átt að eingöngu einn aðili sjái um matvæleftirlit með ræktendum matjurta. Þangað til slík breyting kæmi fram mun stofnunin sinna áhættumiðuðu eftirliti með ræktendum matjurta.    

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?