Fara í efni

Úthlutun stuðnings til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun ráðstafar árlega þeim fjármunum sem ætlaðir eru til að styðja við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum skv. reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði (V. kafla). Á fjárlögum 2019 var heildarframlag til aðlögunarstuðnings 37.227.391 kr.

Umsóknarfrestur var 15. maí sl. og bárust alls sjö umsóknir. Einni umsókn var hafnað en sex umsóknir voru samþykktar og fengu úthlutað stuðningi, þar á meðal vegna aðlögunar að lífrænnar framleiðslu í nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju, jarðrækt og alifuglarækt. Einn umsækjandi fékk úthlutað hámarksframlagi, eða 20% af heildarframlögum stuðningsins. Alls var úthlutað 19.470.545 kr.


Getum við bætt efni síðunnar?