Fara í efni

Úthlutun bústofnskaupastyrkja til frumbýlinga í sauðfjárrækt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun, búnaðarmálaskrifstofa, lauk yfirferð bústofnskaupastyrkja til frumbýlinga í sauðfjárrækt (nýliðunarstyrkir) þann 21. maí sl. í samræmi við viðauka IV reglugerðar nr. 1221/2015 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2016. Umsækjendur fengu sendan tölvupóst með afgreiðslu, og geta skoðað samning á Bændatorginu. Samning þarf síðan að senda undirritaðan með vottum til Matvælastofnunar. Samþykktar voru alls 61 umsóknir, en 4 hafnað. Heildarupphæð til úthlutunar að þessu sinni var 51.527.065 kr. Þeir sem voru að sækja um í fyrsta sinn og fengu úthlutað voru 19 bændur, og var upphæð alls 29.161.945 kr. Samþykktar framhaldsumsóknir voru 42 talsins alls að upphæð 22.265.120 kr.   


Getum við bætt efni síðunnar?