Fara í efni

Útgáfa rekstrarleyfis N-Lax ehf. til fiskeldis að Laxamýri, Húsavík

Matvælastofnun hefur veitt N-Lax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi að Laxamýri við Húsavík. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 50 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á villtum laxi, bleikju og regnbogasilungi. Einnig vegna áframeldis á regnbogasilung og bleikju.

Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin þann 14. mars 2023. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?