Fara í efni

Útflutningur sjávarafurða til Rússlands

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að eingöngu sé leyfilegt að flytja sjávarafurðir til Rússlands frá fyrirtækjum sem skoðuð hafa verið og samþykkt af rússneskum yfirvöldum. Listi yfir þau fyrirtæki (vinnsluleyfi) sem þegar eru samþykkt af rússneskum yfirvöldum má finna  hér.

Von er á rússneskum eftirlitsmönnum til landsins eftir miðjan febrúar 2008. Munu þeir taka út þau fyrirtæki sem þess óska og mun Matvælastofnun hafa milligöngu um þær skoðanir. Eru því þeir framleiðendur sem hafa í huga að flytja íslenskar sjávarafurðir til Rússlands og eru ekki nú þegar á listanum yfir samþykkt fyrirtæki, beðnir um að skrá sig hjá Matvælastofnun á neðangreind póstföng eigi síðar en föstudaginn 1. febrúar n.k. Í umsókn komi m.a. fram vinnsluleyfisnúmer og kennitala umsækjanda.


Sérstök athygli er vakin á skömmum fresti til skráningar og þess að úttektum þessum fylgir umtalsverður kostnaður fyrir framleiðendur.


Eftirfarandi veita nánari upplýsingar og taka við skráningu: Dóra S. Gunnarsdóttir (dora.gunnarsdottir@mast.is), Guðjón Gunnarsson (gudjon.gunnarsson@mast.is), Garðar Sverrisson (gardar.sverrisson@mast.is).



Getum við bætt efni síðunnar?