Fara í efni

Útflutningur á heyi til Noregs - listi yfir skráða heysala

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur birt lista yfir skráð fóðurfyrirtæki og fóðursala hjá stofnuninni. Skráningin er forsenda þess að geta selt hey til Noregs. Listinn er uppfærður um leið og umsóknir eru afgreiddar.

Bændur sem framleiða hey til sölu þurfa að vera skráðir sem fóðursalar hjá Matvælastofnun. Það er gert með því að fylla út eftirfarandi eyðublað:

Þeir sem selja hey en eru ekki heyframleiðendur (dreifingaraðilar) þurfa að sækja um skráningu sem bæði fóðurfyrirtæki og fóðursali á sama umsóknareyðublaði (umsókn 1.03). 

Matvælastofnun heldur skrá yfir starfsemi fóðurfyrirtækja. Kostnaður við skráningu er skv. gjaldskrá Matvælastofnunar. 

Fóðurfyrirtæki og fóðursalar á heyi þurfa að uppfylla reglugerð nr. 107/2010 um hollustuhætti sem varða fóður (9. gr. og 1. viðauki).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?