Fara í efni

Upprunamerkingar á grænmeti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Um merkingar matvæla, þ.m.t. grænmetis  gildir reglugerð nr. 503 frá 2005 með síðari breytingum. Markmið þessarar reglugerðar er að tryggja að neytendur fái réttar og greinargóðar upplýsingar um þau matvæli sem boðin eru til sölu, auglýst eða kynnt með öðrum hætti.


Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna undir yfirumsjón Matvælastofnunar, fara með eftirlit með merkingu matvæla á markaði, þar með töldu innfluttu grænmeti. Innflutt grænmeti er í frjálsu flæði og lýtur því eftirliti á markaði.


Framleiðandi eða dreifingaraðili vöru er ábyrgur fyrir því að merking hennar, auglýsing eða kynning sé í samræmi við ákvæði í ofangreindri reglugerð og þeim sérreglugerðum sem við eiga. Mikilvægt er að merking sé ekki blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda, einkum í því er varðar sérkenni matvælanna, s.s. uppruna. Skylt er að merkja neytendaumbúðir með uppruna eða framleiðslulandi ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum hvað varðar réttan uppruna matvælanna.


Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna í samvinnu við Matvælastofnun metur þau tilvik þar sem vafi getur leikið á hvort um villandi merkingar sé að ræða.Ýtarlegri upplýsingar:

 


Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla


Getum við bætt efni síðunnar?