Fara í efni

Ungur hettumávur málaður með sterku lakki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í fréttum RÚV 18.ágúst sl. kom fram að fundist hefði á Borgarfirði eystra fugl sem gat ekki flogið.  Virtist sem hann hefði verið málaður með sterku lakki.

Matvælastofnun óskaði eftir opinberri rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á þessu máli 20.ágúst sl.

Rétt er að vekja athygli á því að ef grunsemdir vakna um brot á lögum um velferð dýra nr. 55/2013 ber þeim sem þess verður var að tilkynna það Matvælastofnun eða lögreglu svo fljótt sem auðið er.

Brot gegn lögum um velferð dýra sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?