Fara í efni

Umsóknir um styrk til vatnsveituframkvæmda 2021

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Alls bárust 90 umsóknir til Matvælastofnunar um styrk til vatnsveituframkvæmda á lögbýli í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016. Af þeim uppfylltu 74 umsóknir skilyrði fyrrnefndrar reglugerðar og er áætlaður heildarkostnaður framkvæmdanna 163.261.644 kr. 

Þar sem heildarupphæð samþykktra umsókna er umfram þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar má reikna með að ekki verði hægt að greiða út hámarksframlag sem er 44% af stofnkostnaði framkvæmdar.

Styrkveiting er bundin m.a. því skilyrði að framkvæmdin standist úttekt matsaðila Matvælastofnunar og skal úttekt lokið eigi síðar en 20. nóvember 2021. Jafnframt þarf samþykki samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir fjárveitingunni. Styrkir verða greiddir út í febrúar 2022.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?