Fara í efni

Umsóknir um kaup og sölu á líflömbum og kiðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Sauðfjárbændur sem ætla að sækja um leyfi til að selja eða kaupa líflömb og kið gera það nú í gegnum Þjónustugátt MAST á vefslóðinni http://umsokn.mast.is. Um er að ræða rafrænan aðgang sem gerir notendum kleift að senda inn rafrænar umsóknir og fylgjast með eigin málum innan Matvælastofnunar.

Þeir sem hyggjast sækja um leyfi til sölu á líflömbum eða kiðum skulu gera það fyrir 1. apríl 2012.

Umsóknir um kaup á líflömbum og kiðum skulu berast til Matvælastofnunar fyrir 1. júlí 2012.


Vinsamlega athugið að sauðfjárbóndi sem nú þegar hefur fengið söluleyfi heldur því milli ára án umsóknar, svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar. Tilkynna þarf Matvælastofnun ef óskað er að söluleyfi verði fellt niður og mun stofnunin þá taka nafn búsins af lista yfir bú sem hafa leyfi til að selja líflömb.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?