Fara í efni

Umsóknir um kaup á líflömbum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þann 1. júlí rennur út umsóknarfrestur um flutning á líflömbum samkvæmt reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landssvæða. Um leyfi til flutnings á líflömbum og kiðum er sótt á heimasíðu Matvælastofnunar.

Bannað er að flytja sauðfé, geitur og nautgripi yfir sauðfjárveikivarnarlínur. Um flutning á lömbum og kiðum gildir sérstök reglugerð.

Þá er einnig bannað að flytja sauðfé og geitur milli hjarða á svæðum þar sem riða er landlæg og hefur greinst undanfarin 20 ár.

Þessi sýktu svæði eru eftirtalin varnarhólf: Vatnsneshólf, Húnahólf, Skagahólf, Héraðshólf, Austfjarðahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa- Skeiða- og Flóahólf, Biskupstungnahólf og Skjálfandahólf nema Skútustaðahreppur, Engidalur, Lundarbrekka og bæir þar fyrir sunnan. Auk þess er Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða sýkt svæði í Tröllaskagahólfi, Jökuldalur og Jökulsárhlíð sunnan Smjörfjallalínu í Norðausturhólfi og Sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes og Grafningshreppi í Landnámshólfi.

Á þessum svæðum má ekki flytja kindur til lífs milli hjarða né að flytja kindur inn í þau af ósýktum svæðum í sama hólfi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?