Tvífenýlamín á eplum
Efnið tvífenýlamín (diphenylamine/DPA) hefur verið tekið af lista Evrópusambandsins yfir leyfileg plöntuvarnarefni. Þetta er efni sem kemur í veg fyrir brúna bletti á hýði epla og pera og ver þannig uppskeruna fyrir skemmdum og verðfellingu. Nú hafa nýjar Evrópureglur tekið gildi sem lækka hámarksgildin þannig að ekki er lengur hægt að nota efnið til meðhöndlunar á eplum.
Þessi reglugerð hefur verið sett hérlendis og er í innleiðingarferli varðandi kynningu og eftirlit.
Tvífenýlamín er meðal þeirra efna sem Matvælastofnun mælir reglulega skv. áætlun um eftirlit með varnarefnaleifum í ávöxtum og grænmeti. Þetta efni hefur greinst í eplum hérlendis síðustu ár en það hefur verið innan þeirra hámarksgilda sem hafa verið í gildi. Eftir breytinguna úr 5mg/kg í 0,1mg/kg verða epli sem meðhöndluð hafa verið með tvífenylamín yfir hámarksgildinu og ef þau finnast verða þau tekin úr dreifingu.
Ítarefni
- Reglugerð nr. 412/2014 um (16.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.
- Eftirlit Matvælastofnunar með varnarefnaleifum
- Regulation (EU) No 578/2012 of 29 June 2012 concerning the non approval of the active substance diphenylamine
- Regulation (EU) No 772/2013 as regards maximum residue levels for diphenylamine in or on certain products
- Review reports of Dipenylamine for use as plant protection product (2012)
- Review reports of Dipenylamine for use as plant protection product (2009)
- Review of the existing maximum residue levels (MRLs) for diphenylamine according to Article 12 of Regulation (EC) No 396/20051 (2011)
- Conclusion on the peer review of the pesticide risk assessment of the active substance diphenylamine
Frétt uppfærð 7.5.14