Traust til Matvælastofnunar
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðhorfskönnun fyrir Matvælastofnun í október um traust almennings til stofnunarinnar. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 39% svarenda bera „frekar / mjög mikið“ traust til Matvælastofnunar og 15% bera „frekar / mjög lítið“ traust til stofnunarinnar.
Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem framkvæmd var í október voru þátttakendur meðal annars beðnir um að svara spurningu um traust til Matvælastofnunar (MAST). Tekið var 1511 manna lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Gagnaöflun hófst 3. október 2013 og lauk 16. október 2013. Alls svöruðu 979 og er svarhlutfall 65%. 46% svarenda sögðust hvorki bera mikið né lítið traust til stofnunarinnar, en þeir sem tóku afgerandi afstöðu svöruðu þannig:
Framkvæmd könnuninar var með svipuðum hætti og framkvæmd
könnunar
Ítarefni