Fara í efni

Tillaga að rekstrarleyfi Laxa eignarhaldsfélags í Reyðarfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Laxa eignarhaldsfélag ehf. til sjókvíaeldis á 10.000 tonnum af frjóum laxi í Reyðarfirði. Tillagan er byggð á matsskýrslu frá 2018 um viðbótarframleiðslu Laxa eignarhaldsfélags ehf. (áður Laxar fiskeldi ehf.) á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur fyrir rekstrarleyfi til hámarkslífmassa á 6.000 tonnum og rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonnum en síðara leyfið mun falla niður verði 10.000 tonna tillaga að rekstrarleyfi útgefin.

Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi á hverjum tíma. Með viðbótinni verður eldi fyrirtækisins allt að 16.000 tonn af laxi í firðinum. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar í Reyðarfirði er 20.000 tonn og áhættumat stofnunarinnar gerir ráð fyrir 16.000 tonnum af frjóum laxi.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum i samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. ágúst 2020.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?