Fara í efni

Tillaga að rekstrarleyfi fiskeldis ÍS 47 í Önundarfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir ÍS 47 ehf. vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og þorski. Áður var fyrirtækið með 200 tonna rekstrarleyfi fyrir regnbogasilungi og þorski.

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. nóvember 2020.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?