Fara í efni

Tillaga að rekstrarleyfi Arnarlax ehf. til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arnarlax ehf. til sjókvíaeldis á 10.000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Tillagan er byggð á matsskýrslu framkvæmdaraðila frá 2020 fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi.

Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa á ófrjóum laxi á hverjum tíma. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 30.000 tonna hámarkslífmassa og áhættumat stofnunarinnar gerir ráð fyrir 12.000 tonnum af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Arnarlax sótti um 10.000 tonna hámarkslífmassa af bæði frjóum og ófrjóum laxi en þar sem Matvælastofnun hefur þegar ráðstafað hámarkslífmassa upp á 12.000 tonnum af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi þá mun stofnunin einungis heimila eldi á ófrjóum laxi í umræddu rekstrarleyfi.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is . Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. apríl 2024.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?