Tilboð í niðurrif og förgun sauðfjárvarnargirðinga
Frétt -
20.06.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur falið Ríkiskaupum að óska eftir tilboðum í niðurrif og förgun sauðfjárvarnargirðinga. Verklok skulu vera eigi síðar en 31.10.2013.
Verkið skiptist í tvo flokka
- Flokkur 1: Þorskafjarðarlína úr Þorskafirði yfir í Steingrímsfjörð - ca. 31 km
- Flokkur 2: Mýrdalslína úr Blautukvísl yfir í Moldheiði – ca. 22 km