Fara í efni

Tilboð í niðurrif og förgun sauðfjárvarnargirðinga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur falið Ríkiskaupum að óska eftir tilboðum í niðurrif og förgun sauðfjárvarnargirðinga. Verklok skulu vera eigi síðar en 31.10.2013.

Verkið skiptist í tvo flokka


  • Flokkur 1: Þorskafjarðarlína úr Þorskafirði yfir í Steingrímsfjörð - ca. 31 km
  • Flokkur 2: Mýrdalslína úr Blautukvísl yfir í Moldheiði – ca. 22 km
Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is þriðjudaginn 18.06.2013. Tilboð verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska þriðjudaginn 2.07.2013 kl. 14:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?