Fara í efni

Þránun í rúsínum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Muna rúsínum sem Icepharma ehf. flytur inn frá Þýskalandi. Varan hefur verið innkölluð vegna þess að framleiðslulotan stenst ekki kröfur til geymsluþols og er byrjuð að þrána. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Einungis á innköllunin við eftirfarandi framleiðslulotu.

  • Vörumerki: Muna
  • Vöruheiti: Rúsínur
  • Strikamerki: 5694230036257
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.12.2022
  • Lotunúmer: 311222
  • Nettómagn: 500 g
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Innflytandinn: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
  • Dreifing: Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Heimkaup, Þín Verslun, Hjá Jóhönnu, Kjörbúðin, Krambúð, Iceland, Veganmatur, HALPAL, Hlíðarkaup, Lyfjaver.

rúsínur

Neytendur sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?