Fara í efni

Takmörkunum á ferðafrelsi hrossa frá Hólaborg aflétt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Hestaþjálfunarstöðin Hólaborg hefur verið undir sérstöku eftirliti Matvælastofnunar eftir að í ljós kom að erlendur járningamaður hafði komið með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó til landsins og notað við sjúkrajárningar á stöðinni. Slíkur innflutningur er ólöglegur og felur í sér smithættu. Hrossin á Hólaborg hafa verið skoðuð og ekki fundist nein merki um að sjúkdómar hafi borist inn í stöðina. Matvælastofnun hefur því aflétt hömlum sem settar voru á starfsemina.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?