Fara í efni

Takmörkun á innflutningi matvæla og fóðurs frá Kína vegna melamíns

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

auglýsing um takmörkun á innflutningi matvæla og fóðurs frá Kína. var birt 19. janúar. Auglýsingin er um bann eða takmörkun á innflutningi og varúðarráðstafanir vegna matvæla og fóðurs sem innihalda mjólk, mjólkurafurðir, soja eða sojaafurðir eða hjartarsalt, og eru upprunnar í Kína eða eru fluttar frá Kína.

Auglýsingin er birt með hliðsjón af ákvörðun ESB nr. 2008/798 og nr. 2008/921 og kemur í stað auglýsingar sama efnis (nr. 935/2008) en nær nú til fleiri vara, þ.e. soja, sojaafurða og hjartarsalts til viðbótar við mjólk og mjólkurafurðir. Eftirlit skal haft með öllum samsettum vörum sem falla undir auglýsinguna. Innflutnings- eða dreifingaraðili slíkra vara skal senda Matvælastofnun tilkynningu og gögn um fyrirhugaðan innflutning ásamt upplýsingum um áætlaðan komutíma. Óheimilt er að dreifa vörum þar sem magn melamíns fer yfir 2,5 mg/kg og skal þeim fargað. Ef innflytjandi getur ekki lagt fram trúverðug gögn verða sýnishorn tekin og send erlendis í mælingar á melamíninnihaldi. Bíða verður með afgreiðslu vörunnar þar til niðurstöður rannsóknar liggja fyrir. Allur kostnaður við innflutningseftirlit, mælingar og förgun ef til þess kemur fellur á innflytjanda.

Nánari upplýsingar um innflutning veitir Herdís M. Guðjónsdóttir hjá Matvælastofnun í síma 530-4800.

Ítarefni


      


Getum við bætt efni síðunnar?