Fara í efni

Synjun á innflutningi hunds staðfest

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýlega staðfesti atvinnvega- og nýsköpunarráðuneytið þá ákvörðun Matvælastofnunar að synja um innflutning hunds af tegundinni American Pit Bull Terrier til Íslands.  Samkv. gildandi reglugerð um innflutning hunda og katta er óheimilt að flytja til landsins hunda af umræddri tegund.

Kærandi taldi að umræddur hundur veitti sér mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda og óskaði eftir að veitt yrði undanþága frá banninu.  Niðurstaða ráðuneytisins var að slík undanþága væri ekki heimil og var synjun Matvælastofnunar því staðfest.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?