Fara í efni

Superpump 250 tekið af markaði vegna lyfjavirkra efna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Upplýsingar hafa borist Matvælastofnun frá matvælaeftirliti heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að Fitness sport hafi tekið vöru af markaði í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Það er gert vegna þess að varan, SuperPump 250, inniheldur lyfjavirk efni samkvæmt ákvörðun Lyfjastofnunar.


Vöruheiti: SuperPump 250.   
Auðkenni/skýringartexti:
Varan inniheldur indole-3-carbinol og "ajuga turkesterones" (Ajuga turkestanica).  Lyfjastofnun hefur ákveðið að SuperPump 250 falli undir ákvæði lyfjalaga vegna framangreindra innihaldsefna.   Í 11. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, segir:   "Óheimilt er að flytja til landsins eða markaðssetja matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni, sem innihalda lyf samkvæmt skilgreiningu lyfjalaga.  Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr." 

Áætluð dreifing innanlands:  
Verslun Fitness Sports, Faxafeni 8, Reykjavík


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?