Fara í efni

Stuðningur vegna ágangs álfta/gæsa á ræktunarlöndum bænda

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun annast úthlutun stuðnings vegna ágangs álfta og gæsa á ræktunarlöndum bænda sbr. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur ákveðið að nýta heimild til þessa stuðnings vegna tjóns sem orðið hefur á yfirstandandi ári.

Opið er fyrir rafræn skil á tjónaskýrslum vegna ágangs álfta og gæsa á Bændatorginu og skal þeim skilað eigi síðar en 20. október nk.

Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. framangreindrar reglugerðar geta sótt um stuðning vegna ágangs álfta og gæsa. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?