Fara í efni

Stuðningsgreiðslur til bænda í febrúar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í dag 1. febrúar greiddi Matvælastofnun eftirfarandi stuðningsgreiðslur til bænda samkvæmt nýjum búvörusamningum sem tóku gildi um síðastliðin áramót: 




  1. Beingreiðslur fyrir febrúar til handhafa í mjólkurframleiðslu.
  2. Gripagreiðslur fyrir febrúar til nautgripabænda.
  3. Uppgjör til handahafa í mjólkurframleiðslu vegna ársins 2016.
  4. Beingreiðslur fyrir febrúar í garðyrkju vegna framleiðslu og sölu í desember 2016.
  5. Beingreiðslur fyrir janúar og febrúar til sauðfjárbænda.
Stuðningsgreiðslur til bænda sem stóðust ekki skilyrði fyrir greiðslum skv. ákvæðum búvörusamninga voru settar á bið. Um nokkurn fjölda bænda er ræða en rafrænt bréf verður sent til þeirra á næstu dögum og í framhaldinu verður unnið úr innsendum athugasemdum. Verið er að vinna að ársáætlun um heildargreiðslur til sauðfjárbænda sem verður birt sauðfjárbændum í AFURÐ, greiðslukerfi landbúnaðarins, eigi síðar en 15. febrúar nk. Inn í þeirri ársáætlun verða beingreiðslur, gæðastýringargreiðslur, beingreiðslur í ull og svæðisbundinn stuðningur, fyrir rétthafa stuðnings. 1. mars verður síðan farið að greiða til sauðfjárbænda í samræmi við ársáætlun um stuðningsgreiðslur.



Getum við bætt efni síðunnar?