Fara í efni

Stöðvun á sölu mjólkur og sláturgripa staðfest

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að stöðva markaðssetningu mjólkur og sláturgripa frá mjólkurbúi í Vesturumdæmi. Matvælastofnun stöðvaði haustið 2013 til bráðabirgða markaðssetningu  eftir að stofnuninni hafði verið meinað að framkvæma eftirlit á bænum. Stöðvunin var síðan afturkölluð nokkrum dögum síðar eftir að stofnuninni var gert kleift að framkvæma eftirlit með starfstöðinni. Hin tímabundna stöðvun var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna þess tjóns sem bóndinn taldi sig hafa orðið fyrir. Með úrskurði sínum staðfesti ráðuneytið hins vegar umrædda ákvörðun Matvælastofnunar.

Í úrskurðinum segir að  matvælafyrirtækjum  sé skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað.  Eftirlitsaðili getur komið til eftirlits hvenær sem er.  Matvælastofnun var skylt að framkvæma eftirlit á þessu býli og bóndanum var skylt að aðstoða starfsmenn stofnunarinnar við framkvæmd eftirlitsins.  Kærandi fékk svigrúm til að heimila eftirlitið en kom í veg fyrir það.

Matvælastofnun gætti meðalhófs og braut ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með framgöngu sinni, enda tálmaði framferði bóndans eftirlitsskyldur Matvælastofnunar. Ákvörðun Matvælastofnunar fól í sér bráðabirgðaráðstöfun þar til unnt var að framkvæma eftirlitið.  Matvælastofnun felldi síðan bráðabirgðaákvörðun sína úr gildi þegar eftirlit hafði farið fram á býlinu, enda byggði sú ákvörðun á að tryggt væri að gæði, öryggi og hollusta afurða sem og merkingar þeirra væru réttar og fullnægjandi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?