Fara í efni

Stjórnvaldssekt lögð á tvö bú vegna brota á lögum um velferð dýra

Matvælastofnun hefur nýlega lagt stjórnvaldssektir á tvö bú á Vesturlandi vegna brota á lögum um dýravelferð. Annars vegar var um að ræða bú þar sem hluti fjárins hafði sloppið af bænum fyrir burð og bar því eftirlitslaust og hins vegar bú þar sem nautgripir reyndust vanfóðraðir.

Matvælastofnun hefur enn fremur óskað eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á máli þar sem tíu hundar fundust dauðir í útigerði eftir að umráðamaður þeirra hafði verið fjarverandi í nokkra klukkutíma.


Getum við bætt efni síðunnar?