Fara í efni

Starfsskýrsla MAST 2008

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Starfsskýrsla MAST 2008 hefur verið gefin út á rafrænu formi. Skýrslan nær yfir fyrsta starfsár Matvælastofnunar sem hóf störf 1. janúar 2008 þegar matvælasvið Umhverfisstofnunar og Fiskistofu sameinuðust Landbúnaðarstofnun. Auk krefjandi verkefna þurfti stofnunin að móta starfsemi sína og stefnu að breyttu starfsumhverfi og víðara verksviði.


Ýmsar hættur skutu upp kollinum á liðnu ári sem matvælaöryggi og dýraheilbrigði í landinu stóð ógn af s.s. riðuveiki í sauðfé, salmonella í kjúklingum, svínum og hrossum, sníkjudýr í síld, díoxín í svínakjöti og melamín í mjólkurvörum, o.fl. Eftirlit með framleiðslu og innflutningi á matvælum færðist til og tók á sig nýja mynd og vöktun dýraheilbrigðis og -velferðar hélt staðföst áfram. Rekstur skilaði afgangi og ný inn- og útflutningsskrifstofa leit dagsins ljós með hagræðingu í afgreiðslu umsókna og beiðna. Á árinu var jafnframt lögð áhersla á aukna gæðastjórnun og fræðslustarf. Teknar hafa verið saman upplýsingar frá sérfræðingum matvælaeftirlits, sérgreinadýralæknum, héraðsdýralæknum og þeim sem starfa við plöntuheilbrigði og aðfangaeftirlit.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. 




Getum við bætt efni síðunnar?