Fara í efni

Spírur í Þýskalandi bendlaðar við E. coli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


  
Þýsk yfirvöld hafa breytt ráðleggingum sínum varðandi grænmeti.  Þeir telja að uppruna sýkingarinnar sé ekki lengur hægt að rekja til  tómata, agúrka og salats. Faraldsfræðilegar athuganir benda til þess að uppruna E. coli O104 matarsýkingar í N- Þýskalandi megi að öllum líkindum rekja til eins framleiðanda á spírum. Nú er varað við neyslu á hráum fræ- og baunaspírum og á matvælum sem hafa komist í snertingu við spírur.

Fræ- og baunaspírur hafa ekki verið fluttar inn frá Þýskalandi samkvæmt upplýsingum frá innflytjendum og tolli.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?