Fara í efni

Sótthreinsun flutningstækja við flutning líflamba

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun vill minna á að samkvæmt 7. gr reglugerðar nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða er krafa um sótthreinsun flutningstækis, en greinin hljóðar þannig: „Flutningsaðili líflamba skal sjá til þess að flutningstæki séu þrifin og sótthreinsuð fyrir flutning og skal hreinsunin tekin út og vottuð af héraðsdýralækni. Flutningsaðili skal framvísa vottorði héraðsdýralæknis sé þess óskað“.

Hægt er að nálgast upplýsingar um héraðsdýralækna hér.

Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi:

Það verður dýralæknir við á skrifstofu héraðsdýralæknis að Furuvöllum 1 á Akureyri föstudaginn 3. okt. n.k. milli kl 10:00 og 16:00 og einnig á sama tíma viku seinna ef þörf er á, til að taka út þrif á flutningstækjum og gefa út vottorð þar um.  Utan þessa ákveðna tíma er hægt að hafa samband í síma  858 0860 eða 860 4411 (milli kl. 08:00 og 16:00) til að finna tíma. Ekki er öruggt að alltaf náist í þessa síma sökum annarra starfa dýralækna embættisins.

Í Skagafirði skal haft samband við Einar Otta Guðmundsson eftirlitsdýralækni í síma 893 3242 til að ákveða tíma.



Getum við bætt efni síðunnar?