Fara í efni

Skortur á dýralæknum á bakvöktum á Hornafirði 3.- 6. nóvember

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Við skipulagningu bakvakta, í samráð við starfandi dýralækna, hefur ekki tekist að manna bakvaktir á vaktsvæði 11 sem er Sveitarfélagið Hornafjörður og Múlaþing (Djúpivogur og suður af honum). Að óbreyttu mun því enginn dýralæknir vera á bakvakt á þessu svæði dagana 3. - 6. nóvember.


Eigendur dýra sem þurfa á dýralækni að halda er bent á að hafa samband við þá dýralækna sem þeir venjulega hafa skipt við eða aðra almennt starfandi dýralækna.

Dýralæknar, sem stunda almennar dýralækningar, eiga rétt á og þeim ber skylda til að taka þátt í vaktafyrirkomulagi sem skipulagt er á viðkomandi vaktsvæði. Til að tryggja velferð dýra og almenna þjónustu við dýraeigendur skal dýralæknir jafnan vera á bakvakt utan venjulegs dagvinnutíma á hverju vaktsvæði, en dýralæknir telst þó hafa uppfyllt vaktskyldu sína hafi hann tekið 960 klst. á ári, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 406/2020 um bakvaktir dýralækna. Héraðsdýralæknar, hver í sínu umdæmi, skipuleggja bakvaktir í samráði við sjálfstætt starfandi dýralækna sem þar starfa og er heimilt að skipta bakvakt innan sama vaktsvæðis milli fleiri dýralækna samtímis. Þetta er samkvæmt lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.


Getum við bætt efni síðunnar?