Fara í efni

Sérfræðistörf hjá Matvælastofnun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfulla einstaklinga til starfa við matvælalöggjöf og matvælaeftirlit. Um er að ræða störf við eftirfarandi fagsvið stofnunarinnar og er óskað eftir einstaklingum með háskólamenntun í matvælafræði, næringarfræði, lyfjafræði eða aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi:

I. Matvæla- og neytendamálasvið:
• Umsjón með málaflokkum á sviði efnainnihalds matvæla
• Samskipti við neytendur, matvælafyrirtæki og eftirlitsaðila
• Þátttaka í gerð fræðsluefnis
• Vinna við matvælalöggjöf
• Samskipti við erlendar stofnanir
• Önnur verkefni

II. Áhættumats- og gæðastjórnunarsvið:
• Gerð verkferla og verklýsinga
• Uppsetning og viðhald gæðahandbókar
• Gerð eftirlitsáætlana
• Vinna við innri úttektir
• Samskipti við eftirlitsaðila
• Fræðslustarfsemi

III. Stjórnsýslusvið:
• Vinna við matvælalöggjöf
• Samskipti við EFTA skrifstofuna í Brussel
• Samskipti við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
• Önnur alþjóðleg samskipti
• Samskipti við ráðuneyti vegna löggjafar og alþjóðamála

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af eftirliti og opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Skipulags- og samskiptahæfileikar
• Góð tölvu- og tungumálakunnátta
• Vegna alþjóðamála, þekking á starfsemi EFTA, ESA og ESB

Um fullt starf er að ræða við skrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veita Jón Gíslason (jon.gislason@mast.is) og Hafsteinn Jóh. Hannesson (hafsteinn.hannesson@mast.is) í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Matvælamál” eða með tölvupósti á mast@mast.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2008. Upplýsingar um Matvælastofnun má nálgast á www.mast.is

Getum við bætt efni síðunnar?