Fara í efni

Sala á heimaslátruðu lambakjöti kærð til lögreglu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á markaðssetningu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði á Hofsósi 30 september sl.

Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja á markað afurðirnar af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?