Fara í efni

Rannsóknum á riðusýnum lokið

Rannsóknum á öllum riðusýnum, sem tekin voru úr fé við slátrun haustið 2023, er lokið. Riða greindist í sýnum úr tveimur hjörðum og var hlutaðeigandi bændum tilkynnt um niðurstöðurnar um leið og staðfesting lá fyrir. Eins og Matvælastofnun hefur áður greint frá voru það bæirnir Stórhóll í Vatnsneshólfi og Eiðsstaðir/Guðlaugsstaðir í Húna- og Skagahólfi.

Það skal tekið fram að þótt ekki finnist riða í sýnum úr heilbrigðu sláturfé er ekki þar með sagt að öruggt sé að riða sé ekki til staðar á búinu. Bændur eru því hvattir til að vera vakandi fyrir einkennum riðu og tilkynna héraðsdýralækni um grunsamlegar kindur. Jafnframt er mikilvægt að láta héraðsdýralækni vita af fé sem drepst eða er aflífað af einhverjum ástæðum heima á bæ. Mjög mikilvægt er að fá sýni úr slíku fé til rannsókna.


Getum við bætt efni síðunnar?