Fara í efni

Rafræn skil á haustskýrslum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur í dag 29. október sent öllum þeim sem skráðir eru eigendur eða umráðamenn búfjár í gagnagrunninum Bústofni bréf þar sem minnt er á að samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember n.k. um búfjáreign, fóður og landstærðir.

Á undanförnum árum hafa eigendur búfjár átt þess kost að skila haustskýrslum rafrænt og hefur fólk í auknum mæli nýtt sér þann möguleika. Með nýjum lögum um búfjárhald var heimild veitt til að eingöngu verði um rafræn skil að ræða. Því er nú stigið það skref að horfið er frá notkun haustskýrslu eyðublaða og þess í stað tekin upp rafræn skil. Ekki er því lengur um að ræða útsendingu á haustskýrslu eyðublöðum heldur skriflegar upplýsingar sendar til eigenda og umráðamanna um breytt verklag við skýrsluskil.

Haustskýrslu skal skila á síðunni www.bustofn.is.

Aðgengi er fengið með rafrænum lykli  (Íslykill) og opnast aðgangur þegar kennitala og lykilnúmer hafa verið skráð. Hafi ekki verið sótt um Íslykil er hægt að gera það eftir að aðgangur hefur verið ræstur með hnappnum sem hér er sýndur og er að finna á forsíðu Bústofns.

Ísland.is

Óskað er eftir að umráðamenn búfjár geri viðvart verði þeir varir við ranga skráningu upplýsinga í gagnagrunninum Bústofni. Nýskráningu umráðamanns búfjár eða breytingar umráðamanna skal tilkynna dýraeftirlitsmanni hjá Matvælastofnun. Sama á við um aðrar athugasemdir og eða beiðnir um leiðréttingar. Upplýsingar um starfandi dýraeftirlitsmenn má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar. Ábendingum eða leiðréttingum má einnig koma á framfæri á netfangið mast@mast.is.

Athygli er vakin á að  eingöngu er einn umráðamaður búfjár skráður á hvert búsnúmer þó fleiri búfjáreigendur geti verið skráðir undir sama búsnúmeri. 

Þeir sem þurfa aðstoðar við vegna rafrænna skila stendur til boða þjónusta Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins RML við skil á haustskýrslu. Hafa má samband við RML í síma 516-5000 eða með tölvupósti á netfangið rml@rml.is.

Skila skal haustskýrslu eigi síðar en 20. nóvember n.k. 

Bent er á að sé haustskýrslu ekki skilað innan ofangreinds frests skal Matvælastofnun framkvæma skoðun hjá viðkomandi umráðamanni á hans kostnað. 


Getum við bætt efni síðunnar?