Fara í efni

Óþvegið innflutt salat olli veikindum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar leiddi í ljós að sterk tengsl væru á milli veikinda starfsmanna í Hvassaleitisskóla og neyslu á óþvegnu innfluttu salati frá Ítalíu. Salat úr sömu framleiðslulotu hafði líka verið borið fram um svipað leyti í Hörðuvallaskóla.

Heilbrigðiseftirlit viðkomandi sveitarfélaga hafa farið með rannsókn og eftirlit á uppruna matarsýkingarinnar í þessu tiltekna máli. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi frá sér fréttatilkynningu um málið fyrr í dag.

Í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að umrætt salat var einungis selt í stóreldhús en ekki í smásölu á almennum markaði. Á umbúðum salatsins kom fram að það væri óþvegið.

Matvælastofnun vill ítreka mikilvægi þess að skola allt grænmeti vel og vandlega fyrir neyslu. Flest grænmeti, sérstaklega salat, er ræktað í náinni snertingu við mold og jafnvel lífrænan úrgang og því hætta á að örverur berist í grænmetið. Skolun er góð leið til að fækka örverum á yfirborði þeirra. Flestar þessar örverur eru meinlausar en sumar geta verið sjúkdómsvaldandi. 

 

Ítarefni:

Fyrri fréttir:


Getum við bætt efni síðunnar?