Fara í efni

Orsök bótulisma hefur ekki fundist

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Niðurstöður úr matvælasýnum sem voru tekin til rannsóknar vegna bótulisma eitrunar í síðustu viku liggja fyrir. Eitrunina var ekki hægt að rekja til þeirra matvæla.

Fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra tóku sýni af matvælum á heimili þess sem veiktist. Fulltrúi sóttvarnarlæknis fór yfir neyslusögu með aðstandendum og á grundvelli hennar voru 3 sýni af matvælum send til greininga á rannsóknastofu erlendis. Niðurstöðurnar sýna að matvælin sem send voru í rannsókn voru ekki orsök eitrunar af völdum Clostridium botulinum. Frekari rannsóknir á orsökum eitrunarinnar eru ekki fyrirhugaðar. 

Uppruni eitrunarinnar er því óþekktur. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?