Þorskalýsið Dropi mælist með þrávirk lífræn efni yfir leyfilegum mörkum
Frétt -
04.03.2016
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Í reglubundnu eftirliti Matvælastofnunar mældist þrávirk lífræn efni yfir leyfilegum mörkum og hefur fyrirtækið True Westfjords í samráði við Matvælastofnun stöðvað dreifingu og innkallað eina lotu af Dropa þorskalýsi af markaði.
- Vöruheiti Dropi- Pure Icelandic cod liver oil
- Framleiðandinn True Westfjords ehf, Hafnargata 76b, 415 Bolungarvík.
- Strikamerki 5694110051608
- Nettómagn 220 ml
- Best fyrir 090117
- Dreifing ekki vitað.
Neytendur geta skilað vörunni til þeirra verslunar sem hún var keypt eða haft samband við gæðastjóra fyrirtækisins anna @truewest.is.