Fara í efni

Orkudrykkir og ungt fólk - norrænt málþing

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Er aukin neysla ungmenna á koffíni áhyggjuefni? Matvælastofnun boðar til málþings um orkudrykki og ungt fólk þriðjudaginn 22. október kl. 10:00 – 15:30 á Grand Hótel Reykjavík.

Ungt fólk stendur frammi fyrir nýjum áskorunum í síbreytilegu samfélagi. Tilgangur málþingsins er ná saman sérfræðingum á sviði rannsókna, eftirlits og umsjónar barna og unglinga til að ræða aukna neyslu koffíns á Norðurlöndum, áhrif á ungt fólk og þær reglur sem gilda um markaðssetningu orkudrykkja.

Málþingið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni sem hluti af formennsku Íslands 2019 og fer fram á ensku. Það er opið almenningi og eru allir áhugasamir velkomnir. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfanginu mast@mast.is með nafni, vinnustað og netfangi fyrir 17. október n.k. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu. 


Getum við bætt efni síðunnar?