Fara í efni

Opnað fyrir skil á haustskýrslum 2016

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar haustskýrslna í Bústofni (www.bustofn.is). Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember n.k. um búfjáreign og fóður. Upplýsingar um landstærðir eru skráðar að beiðni Hagstofu Íslands.

Vakin er athygli á að nú birtast í fyrsta skipti upplýsingar úr skýrsluhaldskerfum og/eða hjarðbókum í Bústofni. Upplýsingar um sauðfé eru sóttar úr Fjárvísi (www.fjarvis.is) og birtast aðeins hjá þeim sem hafa gengið frá haustskilum skýrsluhaldsins vegna skýrsluhaldsársins 2016. Upplýsingar um nautgripi eru sóttar úr HUPPU (www.huppa.is) og eru miðaðar við skráða nautgripi á lífi á þeim tíma sem haustskýrsla er sótt. Upplýsingar um hross eru sóttar í upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com) og miðast við fjölda hrossa sem eru á lífi og í eigu þess sem skráður er fyrir haustskýrslunni.

Hross þarf að telja fram á haustskýrslu hjá eiganda eða umráðamanni eins og annað búfé. Ef vafi leikur á hvar eigi að telja hrossið fram er hægt að leita aðstoðar hjá dýraeftirlitsmönnum Matvælastofnunar eða starfsfólki búnaðarstofu stofnunarinnar.

Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli.

Þeir sem þurfa á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn MAST í síma 530-4800 eða í gegnum mast@mast.is. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?