Fara í efni

Opinberar tölur um fjölda búfjár og fóðurframleiðslu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gefið út opinberar tölur um fjölda búfjár og fóðurframleiðslu í landbúnaði fyrir árið 2012.

Gögn sem nú eru aðgengileg á rafrænan hátt á Mælaborði MAST ná yfir tímabilið frá 1981 til 2012 og byggja á skráningu búfjáreftirlitsmanna að vori og bænda að hausti. Tölur um fóðurframleiðslu byggja á skráningum bænda en tölur um fjölda búfjár á skráningu búfjáreftirlitsmanna.

Mælaborð MAST má nýta til að greina fjöldatölur einstakra búfjártegunda og þróun landbúnaðar eftir svæðum eða sveitarfélögum á því árabili sem gögnin ná yfir.

Heimilt er að nýta þau gögn sem fengin eru af mælaborðinu en vakin er athygli á að geta skal heimildarinnar "Matvælastofnun"

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?